top of page

Um okkur

Markmið Tónræktarinnar

Markmið Tónræktarinnar er að gefa sem flestum kost á fjölbreyttu og skemmtilegu tónlistarnámi.

Við kennum nemendum að syngja og spila bæði eftir nótum og eftir eyranu. Einnig hljómalestur og útsetningar.

Tónfræði er fléttað inn í námið í tengslum við það sem verið er að fást við hverju sinni, en ekki kennd sem sér námsgrein.

Nám í Tónræktinni hentar fólki á öllum aldri sem hefur áhuga á að leika á hljóðfæri eða syngja, sér og öðrum til gagns og ánægju.

bottom of page